Á vængjum söngsins
(Lag / texti: erlent lag / Hinrik Bjarnason)
Nú strýkur vorið um vanga
og veröld breytir um svip.
Á sólvermdum sundum og tjörnum
þau sigla, mín æskuskip.
Og beint hér við bakkann á móti
þín bíður önnur sjón:
Þar fara brátt að byrja
sinn búskap andahjón.
Við lækardrag í lautu
er lambið að fá sér blund.
Tryggur fer yfir túnið
og töltir á vinafund.
Í vesturátt kyndir vorið
á vötnum hægan eld.
Svo kemur sumarnóttin
og sveipar um landið feld.
Já svífandi á silfurvængjum
hún syngur við gluggann þinn,
er kvöldið úr hafi kemur
og kyrrist dagurinn.
[af plötunni Bragsmiðurinn Hinrik Bjarnason áttræður – ýmsir]














































