Á venjulegum degi

Á venjulegum degi
(Lag og texti: Kristján Kristjánsson KK)

Á venjulegum degi
ein yngismær
gengur og hlær,
augun svo skær.

Heldur þú ég megi
yrkja þér ljóð
um ástarfljóð,
hún var svo góð,
angurvær hljóð,
hún var svo góð.

Lundin svo tær,
skínandi blær,
ástfangin mær
færist mér nær,
færist mér fjær
ástfangin mær.

Á venjulegum degi
yrkjast hér ljóð
um ástarfljóð,
angurvær hljóð,
hún var svo góð,
angurvær hljóð.

[af plötunni KK – Bein leið]