Ást á hröfnum

Ást á hröfnum
(Lag / textum: Arngrímur Arnarson / Arngrímur Arnarson og Guðmundur Svafarsson)

Ég ungur fann strax fyrir því
að fró mér veitti lesturinn.
Það kom mér til, ég kippti í
er hann kallaði á nafna sinn.

Hákon Há í mínum bekk,
sem í Holtagerði bjó,
stúderaði trekk í trekk
texta Edgars Allan Poe.

Krunk, krunk, krunk,
krunkaðu nafni minn.
Krunk, krunk, krunk,
krunkaðu út og inn.
Höfuð af hrúti, hrygg og gæruskinn.

Svo dálæti á leikstjóra
læddist að mér, gaf ei greið.
Kætti dagsins draumóra
og ég dýrkaði óðalið.

Ég óvart kveikti á ÍNN,
þar endursýnda sá ég hann.
Nú trylltur 24/7,
tryggur lít fuglinn þann.

Krunk, krunk, krunk…

Ég krunka oft í klettagjá,
kaldri vetrarnóttu á.
Í náttúrunni nýt ég mín
er napur vindur úti hvín.
Þessa þungu byrði ber,
með báðum höndum hlýja mér
og undan stórum steini loks ég dreg…

Krunk, krunk, krunk…

[af plötunni Ljótu hálfvitarnir – Ljótu hálfvitarnir [4]]