Breki galdradreki

Breki galdradreki
(Lag / texti: erlent lag / Hinrik Bjarnason)

Breki galdradreki
bjó út með sjó
og þokumökkur þakti hann
í því landi, Singaló.

Bjössi litli Bárðar
Breka unni heitt,
kom til hans með bönd og blöð
í bunkum yfirleitt.

Ó, Breki galdradreki…

Um höfin sjö þeir sigldu
á seglum knúðri jakt,
og brátt á sporði Breka stóð hann
Bjössi hverja vakt.
Hjá soldánum í suðri
þeir sátu veislur oft,
en sjóræningar sukku í mar
við að sjá i Breka hvoft.

Ó, Breki galdradreki…

Einlægt varir drekinn,
upp vex piltur smár.
Lituðum væng og vænum stert,
þeim víkja aðrar þrár.
Og kvöld eitt kom svo að því,
að kunninginn ei sást,
og garg hjá Breka galdradreka
gersamlega brást.

Sem drífa hrundi hreistrið
og hryggur dreki grét,
og upp frá þessu engi leiki
eftir sér hann lét.
Án síns einkavinar
allan kjark úr Breka dró,
og gamli Breki, galdradreki,
er gleymdur út með sjó.

Ó, Breki galdradreki…

[af plötunni Bragsmiðurinn Hinrik Bjarnason áttræður – ýmsir]