Búmmsjagga
(Lag / texti: Kristján Kristjánsson KK og Ellen Kristjánsdóttir / Kristján Kristjánsson KK)
Það mætti taka gamalt lag,
breyta því aðeins mér í hag.
Vanda textann því þjóðin er klók,
það er ekkert mál, ég nota rímorðabók.
Því ekki að taka heims um ból,
pakka því saman í rokk og ról.
Ég tek við VISA, gleðileg jól.
Búmmsjagga
búmmsjagga
búmmsjaggabúmm,
dúa diridiri damm diri domm.
Mér finnst ég hafði heyrt þetta fyrr,
hvað gerir það til,
það er enginn annars sem spyr.
Svo get ég valið úr alls konar lögum,
það er að segja ef allt fer að vonum.
Ég hef engar áhyggjur af því,
ég bauð þeim réttu á fyllirí,
stofna fyrirtæki, kalla það Skref
og til að spara ég borga ekkert STEF.
Tökum lagið, syngið með.
Búmmsjagga
búmmsjagga
búmmsjaggabúmm,
dúa diridiri damm diri domm.
Því ekki að taka lífinu létt,
við skulum gleyma hvað er rangt og hvað er rétt.
Ég sæki andann í flösku og dóp
og öll mín fortíð er bönnuð bók
því ég man ekkert frá degi til dags,
ég sé þig seinna, sendi þér fax.
Ég er ekki að segja hvað er rétt og rangt,
það er bara það að sumir ganga of langt,
tökum lagið, syngjum dátt.
Búmmsjagga
búmmsjagga
búmmsjaggabúmm,
dúa diridiri damm diri domm.
Hvað finnst þér sjálfum,
það er ég sem spyr,
mér finnst ég hafa heyrt þetta allt fyrr.
[af plötunni KK band – Hótel Föroyjar]