Díana
(Lag / texti: erlent lag / Birgir Marinósson)
Ást þín einum aldrei dvín,
enn í dag ég leita þín
þó ég viti að vonlaust er
að vekja ást í brjósti þér.
Ávallt verður lífið leitt,
leit að því sem enginn veit,
þú ert draumur minn Díana.
Ást þín verður aldrei föl
áfram þó ég leiti í kvöl,
tilgangsleysi, tilgang minn
trauðla ég í öðru finn.
Ásjón slíka ei ég skil
aldrei, kannski varstu til,
þú ert draumur minn Díana.
Sorg hver ein og sælustundin
í sálu mér hver einn er fundin
draumsins bjarta hulda sýn
um daga og nætur þú seiðir mig til þín.
Fjarsýn hugans fagurblá
fegurð mesta sem ég á,
og því breyta enginn fær
að þín mynd er hrein og tær.
Ef mín dvínar undrasýn
ákafar ég leita þín,
þú ert draumur minn Díana.
[m.a. á plötunni Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar – Grásleppu Gvendur]














































