Dimitri
(Lag / texti: Sigurjón Kjartansson / Óttarr Proppé)
Ég elskaði þig svo mikið, Dimitri,
en síðan varðstu alltof mikið fyrir bíl.
Án Dimitri er horfið allt mitt líf
og tralala og dálítið dirrindí.
Þú varst ástarbollan mín, ó litli Dimitri.
Þú söngst hahahaharharharhihihi.
Farinn fyrir bí, ó góði Dimitri.
Ég bíð eftir að hitta þig, minn Dimitri.
Dimitri posturlín
Dimitri symfóní
Þú varst alltaf mínu fangi í,
ó elsku litli sæti Dimitri.
Nú horfinn ertu upp í himnaský.
Í drottins faðmi verður alla þína tíð.
Flýgur með hörpu og segir bíbíbí
og sitji guðs englar saman á ný.
Ég bíð og sit og bara bíð eftir því
að komast til þín minn elsku Dimitri.
[af plötunni Ham – Lengi lifi]














































