Ég er ekki sáttur

Ég er ekki sáttur
(Lag / texti: erlent lag / Hinrik Bjarnason)

Víst er minn hugur vestur í bæ,
væn er þar stúlka, sem ég ann,
en sú indæla snót sér unnusta tók.
Ég er ekki sáttur við hann.

Víst mun ég strita, vanda hvert starf,
vinna það gagn, sem ég kann,
en mín indæla snót þennan unnusta tók
og ekki‘ er ég sáttur við hann.

Ég er í dag sem að líkum lætur
lúið mæðugrey,
og bíð þess að um blakkar nætur
birtist mér himinfley.

Bíddu við ána, bjóddu mér far
í burtu frá sorganna rann,
því sú indæla snót sér unnusta tók
og ég mun aldrei sættast við hann.

[af plötunni Bragsmiðurinn Hinrik Bjarnason áttræður – ýmsir]