Ég fer í fríið
(Lag / texti: erlent lag / Iðunn Steinsdóttir)
Ljósin á ströndu skína skær,
skipið það færist nær og nær
og þessi sjóferð endi fær.
Ég búinn er að puða og púla,
pokana hífa og dekkin spúla.
Reifur ég stend í stafni hér,
strax og að landi komið er
bý ég mig upp og burt ég fer.
Ég fer í fríið.
Ég fer í fríið.
Ég fer í fríið.
Ég fer í fríið.
Ég fer í fríið.
Ég fer í fríið.
Óþolinmæðin í mér býr,
áður en rennur dagur nýr
skal ég mér eiga ævintýr.
Ég fer á ball og drekk og dansa,
mér dembi út í stelpufansa.
Hafgúuvæl og vindagnótt
voru mín tónlist hverja nótt,
nú skal það breytast býsna fljótt.
Ég fer í fríið.
Ég fer í fríið.
Ég fer í fríið.
Ég fer í fríið.
Ég fer í fríið.
Ég fer í fríið.
Ljósin á ströndu skína skær,
skipið það færist nær og nær
og mér í brjósti hugur hlær.
Allt sem ég þrái upp þau fylla
og mína löngun magna og trylla.
Lengi ég beið og loksins er
lagt þetta allt að fótum mér,
ég má þess njóta nú og hér.
Ég fer í fríið.
Ég fer í fríið.
Ég fer í fríið.
Ég fer í fríið.
Ég fer í fríið.
Ég fer í fríið.
[m.a. á plötunni Sumargleðin – Af einskærri sumargleði]














































