Farin
(Lag og texti: Einar Bárðarson)
Ertu þá farin, ertu þá farin frá mér?
Hvar ertu núna, hvert liggur mín leið?
Spyrjum hvort annað, hvort fari ég einn í nótt.
Það er liðinn smá tími og ég valdi þessi orð,
skrýtið hvað tíminn fer þér vel.
Nóttin siglir að mér og minningin er þín,
kemur og stimplar sig inn.
Ertu þá farin, ertu þá farin frá mér?
Hvar ertu núna, hvert liggur mín leið?
Spyrjum hvort annað, hvort fari ég einn í nótt.
Tíminn líður, líður án mín
en þú kemur ekki í kvöld.
Ég bað þig svo lengi
að vera aðeins hér,
hefðir þú staðið mér hjá.
Ertu þá farin, ertu þá farin frá mér?
Hvar ertu núna, hvert liggur mín leið?
Spyrjum hvort annað, hvort fari ég einn í nótt.
Risin dögun er,
birtist mynd af þér,
sé ég alla leið.
Ef ég hefði boðið betur
og verið þér nær,
hlustað og gefið af mér.
Það bíður ei lengur
að gefa þig upp,
þegar ég hringdi – ekkert svar.
Ertu þá farin, ertu þá farin frá mér?
Hvar ertu núna, hvert liggur mín leið?
Spyrjum hvort annað, hvort fari ég einn í nótt.
Ertu þá farin, ertu þá farin frá mér?
Hvar ertu núna, hvert liggur mín leið?
Spyrjum hvort annað, hvort fari ég einn í nótt.
Ertu þá farin, ertu þá farin frá mér?
[m.a. á plötunni Skítamórall – Nákvæmlega]














































