Gamalt og gott

Gamalt og gott
(Lag / texti: Ævar Rafnsson / Ævar Rafnsson og Kári Waage)

Við félagarnir förum oft á sveitaböll,
náum þar í dúfur og fáum drátt.
Þetta eru oftast mikil fylliskröll,
við syngjum alltaf með og dönsum dátt.

Eini gallinn yfirleitt er hljómsveitin,
hún spilar skrýtin lög og hefur hátt
en ég þekki alla þessa kalla út og inn
og æði upp og bið þá opinskátt:

Gætum við fengið að heyra eitthvað íslenskt?
Eitthvað gamalt og gott!
Gætum við fengið að heyra eitthvað íslenskt?
Eitthvað gamalt og gott!

Framúrstefnutextana og útlensku
heyrðum við sko ekki í okkar sveit.
Áður fyrr við höfðum eina harmonikku
og hvursu gaman var þá hver einn veit.

Gætum við fengið að heyra eitthvað íslenskt?
Eitthvað gamalt og gott!
Gætum við fengið að heyra eitthvað íslenskt?
Eitthvað gamalt og gott!

Já, enginn spilar lengur ræl og charleston
og ekki kemst maður lengur í góðan „kokk“.
Já mætti ég kannski biðja um Þorstein Guðmundsson
og Gissur Geirs, þeir spila fleira en rokk.

Gætum við fengið að heyra eitthvað íslenskt?
Eitthvað gamalt og gott!
Gætum við fengið að heyra eitthvað íslenskt?
Eitthvað gamalt og gott!

Milli fjallanna þar á ég heima best!

[m.a. á plötunni Hitti og þetta hitt alla leið – ýmsir]