Gangári
(Lag / texti: Skálmöld / Snæbjörn Ragnarsson)
Gekk ég fram á góðan dreng,
greip hann sverð úr buxnastreng.
Virðingar hann vann sér til,
vó svo menn við Draugagil.
Skínandi var skálmarbrún,
skorin þar í galdrarún.
Barðist einn við heilan hóp,
hávær voru siguróp.
Beit þá sundur blaðið,
blóð ég fékk í kjaftinn.
Sterkur hafði staðið hér en
strák nú vantar kraftinn.
Horfi á er hljóðir
hálsinn opinn skera.
Bráðum þessi bróðir okkar
búinn er að vera.
Bítur brún,
brotnar rún.
Ljúkum leik,
lagvopn sveik.
[af plötunni Skálmöld – Sorgir]














































