Heróín
(Lag / texti: Bubbi Morthens / Bubbi Morthens og Tolli Morthens)
Lög og regla, vilja negla,
andsvar þitt við kerfinu.
Bensín á eldinn, úr hauskúpum hella,
atómstríð handa fólkinu.
En fólkið er falið í fokheldum húsum,
gardínur fyrir augunum.
Með boðum og bönnum byrgið ei úti.
Það kemur með morgundeginum.
Þá krakkarnir falla dofin í duftið.
Í tannfé þið gefið þeim heróín.
Á morgun, á morgun, engin framtíð,
aðeins atvinnuleysi og kerfissvín.
[af plötunni Bubbi Morthens – Plágan]














































