Hver eltir hvern?

Hver eltir hvern?
(Lag / texti: erlent lag / Hrafn Pálsson)

Ég var að eltast við eina sem er frá Selfossi.
Öllum stundum eyddi ég í að ná þar smákossi.
Hún lét samt ekki tæla sig við lipurt tungutak.
Ég laug hana í bíó en það hvorki gekk né rak.

Ég svaf ekki á næturnar og stundi þungt af ást.
Það var alveg skelfilegt að engjast svo og þjást.
Ég bað alla stuðkarla og spila hennar lag.
Hún sté í dans með öðrum svo að ég fékk næstum slag.

Loksins datt mer ráð í hug sem dugar á það fljóð.
Því dans ég við allar skvísur en hún er alveg óð.
Augu hennar eru á stultum þegar öll hún fettir sig.
Þó ég elti hana fyr – enginn lengur um það spyr,
nú má hún elta mig.

[af plötunni Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar – Grásleppu Gvendur]