Hvernig maður viltu vera?

Hvernig maður viltu vera?
(Lag / texti: Ragnhildur Veigarsdóttir og Vigdís Hafliðadóttir / Vigdís Hafliðadóttir)

Mig langaði að skrifa bréf
fá hugsanirnar út því ég sef svo illa
(engin blá ljós)
bara ég og penni og blað
já og saltlampinn þinn sem á hér samastað þangað til að
þú sækir hann
og fleira dót
þegar verður minna rót
og þetta tilfinningafljót
hefur minnkað
sem það hefur gert
en það er spurning sem ég hef ekki áður á snert

og hún er:

Hvernig maður viltu vera?
Hefurðu spurt þig að því,
staldrað aðeins við
þegar eitthvað fer á hlið?

Þú vilt varla vera svona?
Ég segi þetta af hlýju
því ég hef litið inn
í örfá sinn
og veit að þú getur betur
(þú sjálfan þig vanmetur?)

Þú hefur fleiri en mig sært
og ástæðan er svipuð því þú hefur ekkert lært
(höfnun er eitt)
það er framferðið þitt
sem gerir allt svo erfitt – sagðir þetta’ en meintir hitt.
Mannbrestur þinn
er áunninn
því þú leyfir þér að hugsa ekki
og leyfir þér að pæla ekki
í öðru
en því sem hentar þér
en grætur svo af eftirsá í fanginu á mér

svo ég spyr:

Hvernig maður viltu vera?
Hefurðu spurt þig að því,
staldrað aðeins við
þegar eitthvað fer á hlið?

Þú vilt varla vera svona?
Ég segi þetta af hlýju
því ég hef litið inn
í örfá sinn
og veit að þú getur betur
(þú sjálfan þig vanmetur?

Já ég spyr

Hvernig maður viltu vera?
Hefurðu spurt þig að því,
staldrað aðeins við
þegar eitthvað fer á hlið?

Ég sit ekki og vona
að við hefjum þetta að nýju.
Ég skrifa þetta vegna þín
en ekki mín
því ég veit þú getur betur.

[af plötunni Flott – Pottþétt flott]