Ísaðar gellur

Ísaðar gellur
(Lag og texti: Bubbi Morthen)

Þær tína orminn úr íslenskum fiski,
ískaldar skilja ekki neitt,
þær búa á verbúð í felum milli fjalla,
þeim finnst þorpið ætti að heita ekki neitt.

Norðurljósin lýsa upp myrkrið,
langar þig elskan ekki heim,
þær drekka vodka og vilja smá-hlýju,
ísaðar gellur með harðan hrjúfan hreim.

Þær eiga drauma sem dansa um nætur,
drauma sem leita að heimahöfn
og vandamál sem vakna á hverjum morgni,
vandamál með óteljandi nöfn.

Norðurljósin lýsa upp myrkrið,
langar þig elskan ekki heim,
þær drepa tímann, talar um glæstar vonir,
ísaðar gellur með harðan hrjúfan hreim.

[af plötunni Bubbi Morthens – Arfur]