L’amour
(Lag / texti: Ragnhildur Veigarsdóttir og Vigdís Hafliðadóttir / Vigdís Hafliðadóttir)
Eins og hvert íslenskt par
hófst þetta allt á bar
þegar nemi í viðskiptafræði og lögfræðingur hittust þar.
Voru það örlögin?
Er stóra spurningin
Eða rokið, hópþrýstingur, engin röð og ölvunin
L’amour l’amour.
L’amour l’amour.
L’amour l’amour.
L’amour l’amour.
Allt fór mjög hægt af stað
hún lét sig hafa það
sein og óskýr svör en ekkert alvarlegra sem var að.
Staðan hélst óbreytt
hún sagði aldrei neitt
þar til hálfu ári seinna að tinderinu hans var eytt.
L’amour l’amour.
L’amour l’amour.
L’amour l’amour.
L’amour l’amour.
Það var einn morguninn
þá spurði’ hann: „Viltu ekki flytja inn?“
Svo hún borgar leigu og hann lækkar höfuðstólinn sinn.
Já ástin opnar gátt
og hefur töframátt
og einmitt núna eru þau að borða bragaðaref og horfa á þátt.
L’amour l’amour.
L’amour l’amour.
L’amour l’amour.
L’amour l’amour.
[af plötunni Flott – Pottþétt flott]














































