Ljóshærð stúlka
(Lag og texti: Hermann Jónsson)
Ljóshærð stúlka lokkandi
lagleg hnáta skokkandi,
einhvern tíma henni mun ég ná.
Ef að morgni mæti henni
mína vöðva þrælspenni,
anda djúpt og yrði hana á.
Ég segi komdu, komdu, gef mér koss,
krakkar allir þrá það hnoss,
lifum frjáls og leikum oss á ný.
Börn við vorum bæði þá
barnaleg var okkar þrá,
nú fullorðinn til unglingsára flý.
Gráhærð kona, gerðarleg,
gömul orðin sem og ég,
þannig líða æviárin hjá.
Innri maður er alveg
eins og áður þegar ég,
andköf tók og yrti hana á.
Ég sagði komdu, komdu, gef mér koss,
krakkar allir þrá það hnoss,
lifum frjáls og leikum oss á ný.
Börn við vorum bæði þá
barnaleg var okkar þrá,
nú fullorðinn til unglingsára flý.
[af plötunni Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar – Grásleppu Gvendur]














































