Mánudagur
(Lag / texti: KK band / Kristján Kristjánsson KK og Kormákur Geirharðsson)
Mánudagur,
hann er kominn í frí
eftir enn eina helgi
og enn ein ný.
Mórallinn í molum
timburverkamann,
hann getur þetta alveg,
hann getur þetta enn.
Þegar kvölda tekur
hann leggur af stað,
sest inn á bar,
drekkur meira nema hvað.
Inn koma kallar
og inn koma fljóð,
hann situr þar lengi
og skemmtunin var góð.
Inn kemur engill
og honum verður bilt,
hún tyllir sér hjá honum,
ég geri allt sem þú vilt.
Og mórallinn er horfinn,
grunaði ekki Gvend,
hann getur þetta alveg,
hann getur þetta enn.
Hann fékk sér drykk
og hún fékk sér þrjá,
hún kunni að drekka,
það leist honum á.
Það var svo gaman,
svo gaman hjá þeim,
þau lögðu af stað
sem leið lá heim.
Loks kom að því
þau komast undir þakið,
hún gat ekki beðið
og lagði hann á bakið.
Mórallinn var horfinn,
grunaði ekki Gvend,
hann getur þetta alveg,
hann getur þetta enn.
Hún klæddi hann úr,
kyssti hann svo vel,
hann varð svo heitur
en varð ekki um sel.
Þegar hann sendi hendi
á venusarbraut,
hún var ekki kvendýr,
hún var naut.
Þriðjudagur,
hádegisbil,
kominn tími
að fá sér einn til.
Mórallinn í molum,
timburverkamenn,
hann getur þetta alveg,
hann getur þetta enn.
Þegar kvölda tekur
hann leggur af stað,
sest inn á bar,
drekkur meira nema hvað.
Inn koma konur
og inn koma menn,
hann sat þar lengi
og situr þar enn.
[af plötunni KK band – Hótel Föroyar]














































