Með þér líður mér vel

Með þér líður mér vel
(Lag / texti: Ragnhildur Veigarsdóttir og Vigdís Hafliðadóttir / Vigdís Hafliðadóttir)

Ég finn svo mikla ró
þegar ég er með þér finnst mér ég meira en nóg.

Ég slaka svo vel á
Engir stælar – engin tilgerð.

Ég get fellt tár
og verið með skítugt hár
það er ekkert sem þú mátt ekki sjá.

Ef ég finn til
þá veitirðu birtu og yl
og segir töfraorðin:
„æji já, ég skil”.

Með þér líður mér vel.
Þú sérð hliðarnar sem enginn sér
og ég þarf enga skel
því þú tekur mér alveg eins og ég er.

Ef ég segi eitthvað við þig
þá finn ég að þú hlustar og dæmir ekki.
Það er velvild.
Það er traust
og aldrei nokkur pressa.

Ég get sýnt margt og gert
frekar óáhugavert
en sambandið stendur og er jafn sterkt.

Þú færð að vera þú
og ég fæ að vera ég
og ef að það er þögn
þá er hún bara notaleg.

Með þér líður mér vel.
Þú sérð hliðarnar sem enginn sér
og ég þarf enga skel
því þú tekur mér alveg eins og ég er.

[af plötunni Flott – Pottþétt flott]