Nætur (Eurovision – Ísland 1994)

Nætur (Eurovision – Ísland 1994)
(Lag / texti: Friðrik Karlsson / Stefán Hilmarsson)

Nætur – draumalönd,
dimmblár himinn við sjónarrönd.
Nætur – þar ert þú,
þangað svíf ég í draumi nú.

Allt sem ég óska mér er ofið í skýin hvít.
Háleitar hugsanir, í húminu þín ég nýt.
Ég hverf er kvölda tekur,
hvert sem hugur ber.
Svefninn laðar,
lokkar mig af stað.
Leiðin er greið.

Nætur – draumalönd,
dimmblár himinn við sjónarrönd.
Nætur – þar ert þú,
þangað svíf ég í draumi nú.

Allt það sem enginn sér, ég eygi um miðja nótt.
Í svefni oft ég sendi
skilaboð til þin, já.
Þögnin flytur þvílík leyndarmál
þangað yfir.

Nætur – Ó draumalönd,
dimmblár himinn við sjónarrönd.
Nætur – þar ert þú,
þangað svíf ég í draumi nú.

Og í nótt – ofurhljótt er ég þar.
Enn á hugarflugi.
Læðist inn – í þetta sinn
fanga ég þig.

Nætur – Ó draumalönd,
dimmblár himinn við sjónarrönd.
Nætur – því þar ert þú.
Þangað svíf ég.
Skilaboð til þín.
Nætur – þar ert þú,
þangað svíf ég í draumi nú.

Og í nótt – ofurhljótt
í draumi nú.
Og i nótt – ofurhljótt
í draumi nú.

[af plötunni Sigga – Nætur [ep]]