Nei eða já (Eurovision – Ísland 1992)
(Lag / texti: Friðrik Karlsson og Grétar Örvarsson / Stefán Hilmarsson)
Efasemdir og ýmis vafamál
oft á tíðum valda mér ama.
Verðum þú og ég,
á Sjafnarvængjum senn
eða verður allt við það sama?
Svörin liggja í loftinu
en samt sem áður ég sífellt hika.
Nei eða já – nú eða þá.
Aldrei mér tekst að taka’ af skarið,
vakin og sofin ég
velti þér endalaust fyrir mér.
Nei eða já – af eða á.
Erfitt er oft að finna svarið
þó á ég von á þvi að finna það hjá þér.
Ævintýravef, þú eflaust spinnur mér
ef við náum saman um síðir.
Samt er ómögulegt að sjá,
sögulokin og svörin fyrir.
Nei eða já – nú eða þá.
Aldrei mér tekst að taka’ af skarið,
vakin og sofin ég
velti þér endalaust fyrir mér.
Nei eða já – af eða á.
Erfitt er oft að finna svarið,
þó á ég von á því að finna það hjá þér.
Hugurinn hendist áfram og aftur á bak,
heilluð ég er, samt er ég hikandi enn.
Nei eða
nei eða já – nú eða þá.
Aldrei mér tekst að taka’ af skarið,
vakin og sofin ég,
velti þér endalaust fyrir mér.
Nei eða já – af eða á.
Erfitt er oft að finna svarið,
þó á ég von á þvi að finna það.
Nei eða já – nú eða þá.
Aldrei mér tekst að taka’ af skarið,
vakin og sofin ég,
velti þér endalaust fyrir mér.
Nei eða já – af eða á.
Erfitt er oft að finna svarið,
þó á ég von á þvi að finna það,
von á því að finna það,
von á því að finna það hjá þér.
Hjá þér.
Nei eða já?
[m.a. á smáskífunni Heart 2 heart – Nei eða já [ep]]














































