Nú er ég glaður (úr Ölerindi)
(Lag / texti: þjóðlag / Hallgrímur Pétursson)
Nú er ég glaður á góðri stund,
sem á mér sér.
Guði sé lof fyrir þennan fund
og vel sé þeim sem veitti mér.
Vitjað hef ég vina mót,
sem nú á sér.
Reynt af mörgum hýrleg hót,
vel sé þeim, sem veitti mér.
Yndi er að sitja öls við pel
og gamna sér
en fallegt er að fara vel,
þó ör sé sá sem á skenkir.
Gott er að hafa góðan sið,
sem betur fer,
aldrei skartar óhófið,
og er sá sæll sem gáir að sér.
Gott er að hætta hverjum leik,
þá hæst fram fer.
Nú skal hafa sig á kreik,
vel sé þeim, sem veitti mér.
[m.a. á plötunni Söngfélagar Einn og átta – Söngfélagar Einn og átta]














































