Pamela
(Lag / texti: Karl Erlingsson / Gígja Sigurðardóttir)
Fimmtán ára kasólétt,
þrælfúlt og ógeðslegt.
Ég vildi‘ ég væri Pamela í Dallas.
Þessi krakki, hann er slys
í maga mínum eins og blys.
Ég vildi‘ ég væri Pamela í Dallas.
En eiga óléttar
rétt eins og ég?
Með ermarnar uppbrettar
í uppvask ég fer.
Fulla fíflið stakk svo af,
hvað hann heitir, hvað um það.
Ég vildi‘ ég væri Pamela í Dallas.
Króginn fæddur þriðja des,
mér fannst krakkinn ekkert spes.
Ef ég væri Pamela í Dallas.
En eiga óléttar
rétt eins og ég?
Með ermarnar uppbrettar
í uppvask ég fer.
Gaf svo krakkann, ansi heppin
en hún mamma fór á Kleppinn.
Ég vildi‘ ég væri Pamela í Dallas.
En eiga óléttar
rétt eins og ég?
Með ermarnar uppbrettar
í uppvask ég fer.
Fimmtán ára kasólétt,
þrælfúlt og ógeðslegt.
Ef ég væri Pamela í Dallas.
Ef ég væri Pamela í Dallas.
Ef ég væri Pamela í Dallas.
Ef ég væri Pamela í Dallas.
[m.a. á plötunni Dúkkulísur – Dúkkulísur [ep]]














































