Presley

Presley
(Lag / texti: Rúnar Þórisson, Rafn Jónsson, Hjörtur Howser, Baldvin Sigurðarson og Andrea Gylfadóttir / Rúnar Þórisson)
 
Slegið á strengi
hárlokkur sveiflast,
dynjandi rythmi,
reykur og sviti,
glæstur frami,
gleði, konur og vín.

Í vímunni týndur,
leitar en finnur ei.
Sálin sundurtætt,
líkaminn þreyttur og sár,
glæstur frami,
gleði, konur og vín.

Sjarmi, elegans,
stiginn trylltur dans,
lifað og leikið,
búinn að reyna allt sem má.

Sjarmi, elegans,
stiginn trylltur dans,
lifað og leikið,
búinn að reyna allt sem má.

Fallin stjarna,
sviðsljósið slokknað,
úr hendinni fallið glas,
rettuglóðin dauð,
röddin þögnuð er,
í minningunni hann lifir,
hann lifir, hann lifir.

Sjarmi, elegans,
stiginn trylltur dans,
lifað og leikið,
búinn að reyna allt sem má.

Sjarmi, elegans,
stiginn trylltur dans,
lifað og leikið,
búinn að reyna allt sem má.

[m.a. á plötunni Grafík – Sí og æ]