Raddirnar (Eurovision – Ísland 2016)

Raddirnar (Eurovision – Ísland 2016)
(lag og texti: Greta Salóme Stefánsdóttir)

Úti dansa skuggar
og þeir skríða á eftir mér.
Læðast inn í huga
minn og leika sér.

Og yfir svarta sandana
við stígum hægt.
Svo ég heyri þegar kallað er:

Ég heyri raddirnar,
þær eru allsstaðar.
Ó leiðið okkur að lokum heim.
Og yfir auðnina
og inn í nóttina,
leiðið okkur að lokum heim.

Nístir inn að beini,
napur vindur þenur sig.
Og það er sama hvað ég reyni,
ó, hann fangar mig.

Og yfir svarta sandana
við stígum hægt.
Svo ég heyri þegar kallað er:

Ég heyri raddirnar,
þær eru allsstaðar.
Ó leiðið okkur að lokum heim.
Og yfir auðnina
og inn í nóttina,
leiðið okkur að lokum heim.

Ooooh.
Ó, ég heyri, ég heyri raddirnar
Ooooh.
Ó, ég heyri, ég heyri raddirnar
Ooooh.

Ég heyri raddirnar,
þær eru allsstaðar.

Ég heyri raddirnar,
þær eru allsstaðar.
Ó leiðið okkur að lokum heim.

[m.a. á plötunni Söngvakeppnin 2016 – ýmsir]