Rosinn
(Lag / texti: Bubbi Morthens / Tolli Morthens)
Á netavertíð austanlands
ég fékk mitt fyrsta kikk,
fullan kassa af genever
við fengjum fyrir slikk.
Við þrifum strax af tappana,
það þoldi enga bið,
helltum oní kappana
að landans drykkjusið.
Æddum strax á dansleikinn
þetta herjans lið,
brutum allt og brömluðum,
gáfum engu grið.
Í svita, slori og áfengi
við fílum okkur best,
áhöfnin á Rosanum
sem aldrei edrú sést.
Er þar kom að lögga ein
sem þóttist vera stór,
samt rænulaus og alblóðug
hún heima af dansleik fór
er tókum við upp hnífana
og grenjuðum í kór.
Eigum við að opna á ykkur æðarnar
svo fljóti um blóð sjór.
Þeir veinuðu af skelfingu
sem heyrðu þessi hljóð
enda var það ekki lögga ein
sem heima af dansleik fór.
Í svita, slori og áfengi
við fílum okkur best
áhöfnin á Rosanum
sem aldrei edrú sést.
Þegar allir sveita töffarar
í þessu plássinu
voru kýldir út úr kofanum
með stofustássinu
þá eftir stóður meyjarnar
í ofboðs hrifningu
slefuðu í fang okkar.
Á miðju gólfinu
við tók þær og skveruðum
meðan við höfðum nokkurn mátt,
síðan við aftur hölluðum,
þær sögðu heldur fátt.
Er líða tók á nóttina
og kassinn tómur var,
við tókum allir sóttina
og hófum leit að bar.
Brutumst inn til læknisins,
börðum hann í spað,
mölvuðum upp hillurnar
og átum pillurnar.
Þaðan niður í kaupfélag
í kökudropana
og síðan beint á pósthúsið
í allar kröfurnar.
Í svita, slori og áfengi
við fílum okkur best,
áhöfnin á Rosanum
sem aldrei edrú sést.
Þegar löggan kom og sótti okkur
um miðjan næsta dag,
við lágum allir steindauðir
við úldið grútarkar.
Í járnum vorum sendir suður,
svona einn og einn,
stungið inn í Níuna,
það þótti heldur seint.
En kallinn oss með símtali
fékk strax leysta út,
það kemur fyrir bestu menn
að missa úr túr og túr.
[af plötunni Bubbi Morthens – Ísbjarnarblús]














































