Sjálfsmynd

Sjálfsmynd
(lag og texti Magnús Thorlacius)

Sker út hjarta og skil það eftir
Eigin sjálfsmynd innantóm
Reika um án þess að hugsa
Því hugurinn reikar til þín

Ég er hífður um borð
Og sleginn til
Hafðu hugfast með mér

Að lífið er ágætt (þetta’er komið ágætt)
Þó það sé ósanngjarnt (ósanngjarnt)
Ég er að reyna mitt besta
Já lífið er ágætt (þetta’er komið ágætt)
Þótt þú tapir og tapir (ég tapa og tapa)
Ég er að reyna mitt besta

Kletturinn sem mín mynd stóð á
Brotnaði við fáein orð
Reika um án þess að hugsa
Því hugurinn reikar til þín
Því hugurinn reikar til þín

Lífið er ágætt (þetta’er komið ágætt)
Þó það sé ósanngjarnt (ósanngjarnt)
Ég er að reyna mitt besta
Já lífið er ágætt (þetta’er komið ágætt)
Þótt þú tapir og tapir (ég tapa og tapa)
Ég er að reyna mitt besta
Ég er að reyna mitt besta

Þó ekkert gangi (ei gangi)
Og ég sé ástfanginn (ástfanginn)
Þrátt fyrir stressið (allt stressið)
Og mína bresti (mína bresti)
Ég er að reyna mitt besta
Ég er að reyna mitt besta

[af plötunni Myrkvi – Rykfall]