Sumarnótt
(Lag / texti: höfundur ókunnur / Jón Sigurðsson)
Þegar stjarnan á bláum himni bíður,
bjartur máninn um himinhvolfið líður,
út á sundunum syngur blærinn þíður.
Það er sumarnæturró í Reykjavík.
Út við Hljómskála eiga stefnumótin
ungur drengur og litla blíða snótin.
Oft er gaman að gefa undir fótinn,
það er gleði sem er engu öðru lík.
Daggarperlur glóa á grein,
gott er þá að vera ein,
enda gerist ýmislegt sem enginn veit
er þau saman taka tal.
Tungur hvísla ástarhjal
og unnin dýrust ástarheit.
Oft þau hittast í húmi ljósrar nætur,
eru horfin er aðrir koma á fætur,
því þau öldruðu gefa öllu gætur.
Það er glatt um sumarnótt í Reykjavík.
[m.a. á plötunni Vilhjálmur Vilhjálmsson – Dans gleðinnar]














































