Þú hefur valið

Þú hefur valið
(Lag / texti: Bubbi Morthens / Bubbi Morthens og Tolli Morthens)

Farður í ríkið fílaðu brennsann,
fíraðu á konunni með kjaftshöggi.
Taktu hana taki, terror á krakkann,
út á tröppu ertu rólegur nágranni.

Ríkið ber ábyrgð á morðum og basli,
í peningaseðlum er réttlætið falið.
Og segir við þig, þarna í tætingi og tjasli,
við elskum frelsið, þú hafðir valið.

En ríki og kirkja grenja í kór,
krossfestið djöfulsins hassistann.
Af búsi og brennsa ert þú orðinn stór,
stoltur að breytast í glæpamann.

Þá ertu kominn á bömmer og blús,
liggur á flöskubotni.
En við samfélagið verður þú dús,
ef ferð upp að Silungapolli.

Allt í fínum fíling, slakaðu á,
ef glæpina fremur þú fullur,
Þú gengur þú gleiður í SÁÁ,
og grenjar þig alhvítan aftur.

[af plötunni Bubbi Morthens – Plágan]