Þú og ég
(Lag og texti: Bubbi Morthens)
Allt það fagra allt það blíða
í einu tári finnur þú.
Einsemd mín mun aldrei líða
ef ekki kemur sú
sem hvíslar litum
og málar hjartað blátt.
Hljóð hún gekk burt í aðra átt.
Þú og ég.
Þú og ég.
Víst var það sárt.
Allt það fagra allt það blíða
í einu tári finnur þú.
Dagur er svo lengi að líða.
Þó les ég þessi kort
sem hvísla litum
og mála hjartað blátt.
Hljóð þú gekkst burt í aðra átt.
Þú og ég.
Þú og ég.
Víst var það sárt.
Ég horfi á auðan stólinn.
Ég man rauðan kjólinn.
Ég heyri hlátur þinn
hljóma allan daginn.
Þú og ég.
Þú og ég.
Víst var það sárt.
[af plötunni Bubbi Morthens – Arfur]














































