Uppáhöld
(Lag / texti: erlent lag / Hinrik Bjarnason)
Döggvotar rósir og dinglandi lokkar,
dægileg angan og nýþvegnir sokkar.
Ófáa pakka ég ennfremur leit.
Allt er nú þetta hvað best er ég veit.
Glampandi fákar og gjallandi bjöllur,
geislandi hjarnið og snæþakinn völlur.
Ólgandi norðurljós einnig ég leit.
Allt er nú þetta hvað best er ég veit.
Stúlkur í hvítu og bleiku og bláu,
blikandi fannir á tindunum háu.
Eftir hvern vetur er sumar í sveit
sem er nú líka hvað best er ég veit.
Sé ég stúrin,
stundin afleit,
hvergi skjól né skin,
þá minnist ég bara þess best er ég veit
og burt rjúka leiðindin.
[af plötunni Bragsmiðurinn Hinrik Bjarnason áttræður – ýmsir]
[lag úr Söngvaseið / Sound of music]














































