Vagg og velta

Vagg og velta
(lag / texti: erlent lag / Loftur Guðmundsson)

Vöggum og veltum villt og dátt,
veltum og spriklum dag og nátt.
Vagg og velta frá vöggu að gröf,
víst er það lífsins náðargjöf.

Það vaggar flest í veröld hér,
veltist skjótt er út af ber,
vagga ég og veltist sem aðrir.
Veltist skjótt ef út af ber.

Hann afi minn fór á honum Rauð,
afi minn fór á honum Rauð.
Klárinn jós og karl valt af baki.
Afi minn fór á honum Rauð.

En enginn grætur Íslending.
Enginn grætur Íslending.
Veltist hann í veraldar glaumi,
enginn grætur Íslending.

Og yfir kaldan eyðisand,
yfir kaldan eyðisand.
Vagga ég og veltist með tröllum.
Yfir kaldan eyðisand.

Og nú er hún gamla Grýla dauð,
nú er gamla Grýla dauð.
Gafst hún upp á veltunni, greyið.
Nú er hún gamla Grýla dauð.

En nóttin hefir níðst á mér.
Nóttin hefir níðst á mér.
Veltist ég í draum þegar dagar.
Nóttin hefir níðst á mér.

Er tunnan valt og úr henni allt.
Tunnan valt og úr henni allt,
botninn upp í Borgarfjörð veltist.
Tunnan valt og úr henni allt.

[m.a. á plötunni Erla Þorsteins – Stúlkan með lævirkjaröddina]