Vera eitthvað án þín

Vera eitthvað án þín
(Lag og texti: Elín Hall)

Borgin í móðu.
Hann lítur frá.
Sá er hættur er eigin hylur sár.
Fætur verða að brauði,
ég gef í á rauðu og tel
alla dagana sem ég eyddi, sem ég eyddi með þér.

Mín eina huggun verður mein
og ég hef aldrei átt jafn erfitt með að vera ein.
Segi mér en þetta getur ekki gerst.
Ég mínútur tel, ég finn að ég er, að bresta.

Hvernig kemst ég á strik
ef allt minnir mig á þig
og ég sit ennþá á grúfu
að reyna að vera eitthvað án þín.

Hvernig kemst ég af stað,
sagt ekkert ami mér að
þegar ég get varla andað
Reyni að vera eitthvað án þín.

Ég er að missa andlitið,
ég er að missa fokking vitið.
Vild’ ég hefði aldrei komist að því
hversu fokking heitt að hægt að
elska einhvern annan
og dá einhvern annan
og fá það til baka, ég var stungin í magann.

Ég reyni að spyrja
en þú dregur djúpt inn andann
svo þú getir ekki sagt neitt um okkur.
En ég er betri en nokkur
að fría þig orðunum þínum og þögnunum frá,
þau breytast í hausnum á mér eftir á
því ég get ekki hætt að leita eftir því sama í þér.
Ég skal bíða í ár,
öll mín ólifuðu ár
eftir þér

En hvernig kemst ég á strik…

Það sést ekki’á þér
að vera án mín fer þér vel.
Það var þér ekkert mál
því þú varst alltaf betri án mín.

Ég bara hata að horfa uppá það
sem þetta hefur gert mig að
því brotin að mér brotinni
passa ekki lengur saman.

Finnst þér þú skilja þig betur núna?
Eftir að brenna frá þér einu brúna
sem leiddi þig að mér.
Ég hefði átt að kunna að sleppa,
kunna að setja mig framar en þetta
og standa með sjálfri mér.
En þegar þú gengur inn í herbergið
líkar öllum samstundis vel við þig
og ég var ekki ein um að verða feimin
og hörfa til baka í skugga þér.
Það er bara núna sem ég byrja að sjá,
þú ert ekkert fullkomin svona eftir á
og ég sé, að þú varst alltaf svona
en eitthvað annað í hausnum á mér.

En hvernig kemst ég á strik…

Það sést ekki’á þér…

[af plötunni Elín Hall – Með öðrum orðum]