Við sögðum aldrei neitt

Við sögðum aldrei neitt
(Lag / texti: Eyrún Engilbertsdóttir og Vigdís Hafliðadóttir / Vigdís Hafliðadóttir)

Ég fór að hugsa aðeins um MH
um þig og mig þar
og hvað ég náði aldrei að tjá.

Manstu eftir jólaballið?
Þá bauðstu mér far,
ég vildi segja eitthvað þá
en ég var feimin og ég fraus
svo ég sló á létta strengi
en við töluðum svo lengi
að bíllinn varð rafmagnslaus.

Ég sagði aldrei neitt.
Þú sagðir aldrei neitt.
Æj við sögðum aldrei neitt (aldrei neitt, aldrei neitt).

Ég sagði aldrei neitt.
Þú sagðir aldrei neitt.
Æj við sögðum aldrei neitt (aldrei neitt, aldrei neitt).

Og á dimmisjón um vorið
drukkum sprite út í vín
á Austurvelli af stút

og ég man þegar þú sagðir:
„Ég mun sakna þín
þegar ég flyt út“.

Mér leið nú alveg eins
en ég fann bara að ég þorði
ekki að koma upp sönnu orði
ef það væri ekki til neins.

Og svo í júli þegar ég missti
af strætó svo ég gisti
þá kyssti enginn neinn.

Ég sagði aldrei neitt.
Þú sagðir aldrei neitt.
Æj við sögðum aldrei neitt (aldrei neitt, aldrei neitt).

Ég sagði aldrei neitt.
Þú sagðir aldrei neitt.
Æj við sögðum aldrei neitt (aldrei neitt, aldrei neitt).

Ég fór um að hugsa um þetta núna
eftir öll þessi ár
þó það sé alveg tilgangslaust
því ég sé að þú átt kæró
sem virkar sæt og mjög klár
og þið eigið von á barni í haust.

Ég sagði aldrei neitt.
Þú sagðir aldrei neitt.
Æj við sögðum aldrei neitt (aldrei neitt, aldrei neitt).

[af plötunni Flott – Pottþétt flott]