Vinir

Vinir
(Lag og texti: Elín Hall)

Fyrirgefðu ef ég var stutt í spuna.
Held ég hafi ekki heyrt spurninguna.
Ég á það smá til er ég horfi á þig.
Þú ert alveg hættur að hringja í mig.
Þú þarft ekki að afsaka, ég skil þig.
Þú skuldar mér ekki neitt.
Þú segist vilja vera vinur minn.
En allt sem ég heyri er
þú vilt ekki út en þorir ekki inn.

Því eru það vinir sem að
kasta alltaf kveðjum á varirnar?
Vorum við bara vinir
að segja hvert öðru allt?
Varst þú bara vinur þegar
þú horfðir á mig bursta tennurnar?
Þegar þú hristir hausinn
og kallaðir mig fallega.
Varstu ekki að meina það?

Hvenær varð lífið þitt svo takmarkað?
Hver var það sem braut í þér hjartað?
Var hún kannski þarna í huga þér með mér?
Manstu hvað þú barðist fyrir mér
þegar ég var tvístígandi?
Staðar namst um leið og ég tók skref
eins og það versta sem ég gæti gert þér
væri að falla fyrir þér.

Því eru það vinir sem að
kasta alltaf kvеðjum á varirnar.
Vorum við bara vinir
að segja hvert öðru allt?
Varst þú bara vinur þegar
þú horfðir á mig bursta tennurnar?
Þegar þú hristir hausinn
og kallaðir mig fallega.

Vorum við vinir þegar
við keyrðum um að skoða stjörnurnar?
Þegar þú baðst mig um að spila
fyrir þig Bítlana?
Vorum við vinir þеgar
þú horfðir á mig bursta tennurnar?
Þegar þú hristir hausinn
og kallaðir mig fallega.
Varstu ekki að meina það?

[af plötunni Elín Hall – Heyrist í mér?]