Viska Einsteins

Viska Einsteins
(Lag og texti: Bubbi Morthens)

Vaknaði upp í morgun,
váfrétt barst til mín.
Írak, Íran, óskabrunnurinn.
Írak, Íran, sundur er slagæðin.
Svart blóð rennur ei til vestur.
Eru það endalokin?

Viska Einsteins, guð minn góður,
er okkar kvöl og böl.
Minnist Hírósíma,
minnist þess skjálfandi og föl.

Því kannski núna í nótt eða á morgun
dómsdagur þokast nær.
Sú kynslóð sem fæðist í dag,
dauðinn í henni grær.

Það stoðar lítt að biðja,
okkar tækifæri var í gær.
Golan strýkur þínar kinnar,
geislavirkur blær.

Þegar endalokin koma
mun faðir lífsins afneita þér.
Hann mun afneita okkur öllum,
hann mun afneita sjálfum sér.

Hann mun sjá sín mistök,
hve trú hans var barnaleg.
Hann sem gaf mannkyninu gáfur
til þess eins að tortíma sjálfur sér.

[af plötunni Utangarðsmenn – Geislavirkir]