Svo virðist sem hljómsveit hafi verið starfandi í Keflavík eða annars staðar á Suðurnesjunum árið 2010 undir nafninu Hotel Rotterdam en sveit með því nafni lék á unglingatónleikum í nafni Ljósanætur þá um sumarið.
Engar frekari upplýsingar er að finna um þessa sveit og því er óskað eftir þeim, s.s. um meðlimi hennar og hljóðfæraskipan, starfstíma og annað sem heima ætti í umfjöllun um hana.














































