Hver er Jónatan? (1998-99)

Hljómsveit sem bar nafnið Hver er Jónatan? starfaði innan Menntaskólans í Reykjavík veturinn 1998-99 og átti tvö lög á árshátíðarplötunni Ríkið í miðið. Ekki liggur fyrir hvort hljómsveitin var starfandi sem slík eða einungis sett saman fyrir þetta verkefni, í nafni sveitarinnar er skírskotað til titils á samnefndu leikriti eftir Francis Durbridge.

Meðlimir Hver er Jónatan? voru þeir Þorvaldur Þór Þorvaldsson trommuleikari, Ellert Guðjónsson bassaleikari [?], Þorbjörn Sigurðsson gítarleikari [?], Helgi Hrafn Jónsson básúnuleikari [?] og Kjartan Hákonarson trompetleikari [?]. Þeir voru allir á sama tíma í hljómsveitinni Bossanova sem starfaði á Seltjarnarnesi.