Hljómsveit starfaði á höfuðborgarsvæðinu sumarið 2014 undir nafninu Hvítir hrafnar og var að líkindum af Seltjarnarnesinu, alltént lék sveitin þar á skemmtun á þjóðhátíðardaginn 17. júní, hér er giskað á að um unglingahljómsveit hafi verið að ræða.
Óskað er eftir frekari upplýsingum um Hvíta hrafna, meðlima- og hljóðfæraskipan hljómsveitarinnar og annað sem væri við hæfi í umfjöllun um hana.














































