2021

2021
(Lag og texti: Fannar Ingi Friðþjófsson)

2021
og þú óskar þess heitt
að geta lokað smá augunum
og hugsað um ekki neitt.
Hversu feitt ef við gætum öll
búið þar sem er heitt,
finnst það leitt en við vitum öll
bara alls ekki neitt.

Hvert erum við að fara,
sitjum og skoðum á skjá
leikþætti stafræns sjálfs.
Sorgmædd í kvíðakasti
í leit að ástinni í appi,
samfélög full af hefnd
náttúran hún þarf vernd.
Börn mega ekki vera brennd,
þau þurfa að læra samkennd.

Við gerum öll mistök.
Við erum öll veik maður,
vitskert veröld maður.
Við erum öll svo feik maður,
heimurinn er ferkantaður.
Komumst við eitthvað hærra?

2021
og þú óskar þess heitt
að geta lokað smá augunum
og hugsað um ekki neitt.
Hversu feitt ef við gætum öll
búið þar sem er heitt,
finnst það leitt en við vitum öll
bara alls ekki neitt.

Hvert erum við að fara?
Hvert erum við að fara?
Hvert erum við að fara?
Hvert erum við að fara?

[af plötunni Hipsumhaps – Lög síns tíma]