Á ég að hafa áhyggjur?

Á ég að hafa áhyggjur?
(Lag og texti: Hipsumhaps)

Morguntraffík, keyri í vinnuna
með ylvolgt kaffi og kleinumylsnurnar.
Kemst ekki með í foreldraviðtal,
ég þarf að vera gera allt annað.

Skrifborðið mitt er með upphækkun
svo ég fái ekki hryggskekkju
af því að sitja á rassgatinu,
þykjast vinna í þessu og hinu
en er í raun bara að skoða á netinu
dót sem mig langar kaupa,
dróna, hjól og línuskauta
sem ég vona að geri líf mitt aðeins betra.

Á ég að hafa áhyggjur
að ég sé að verða
drulluleiðinlegur,
drulluleiðinlegur.
Á ég að hafa áhyggjur
að ég sé að verða
drulluleiðinlegur,
drulluleiðinlegur.

Ég er með nokkuð gott common sense
ef það er vesen hringi ég í Jens.
Mig langar svo að finna út sannleikann
hvort það sé gull við báða enda regnbogans.

Ég hugsa oft um hvar ég væri
ef ég fengi tækifæri
til að sýna fólki hvað í raun og veru í mér býr,
ég myndi græða fullt af pening,
alveg yfir eina milljón
og kaupa mér svo nýjan Polestar rafmagnsbíl.

Á ég að hafa áhyggjur
að ég sé að verða
drulluleiðinlegur,
drulluleiðinlegur.
Á ég að hafa áhyggjur
að ég sé að verða
drulluleiðinlegur,
drulluleiðinlegur.

Gella á stigaganginum
bjó til Facebook spjall
en ég sagði nei takk,
ég vil ekki nýja vini.
ég vil bara gym, vinna,
COD, chilla,
elda, baka,
endurtaka.
 
[af plötunni Hipsumhaps – Ást & praktík]