Augu
(Lag og texti: Fannar Ingi Friðþjófsson)
Augu við augu.
Vör við vör.
Trekkt á taugum.
Tvö hjörtu með ör.
Fastur í aðstæðum
sem ég ekki kaus,
þú á föstu en ég er ennþá laus.
Afhverju getum við ekki verið tvö í útlöndum
því að í útlöndum eru engar áhyggjur.
Nef við nef.
Hvor öðru þakka.
Skref fyrir skref.
Orðin öll flakka.
Aftur í aðstæðum
sem ég ekki kaus,
ég á föstu en þú ert orðin laus.
Afhverju getum við ekki verið frá annarri plánetu
því á öðrum plánetum eru engar áhyggjur.
Ástfangin
og við hötum það
því að við vitum ekkert
hvernig á að fara að
og þó svo að
tilfinningar
láti ljós sitt skína
að þá er það sem að okkar vantar,
að finna réttan tíma.
Vildi’ að við gætum séð
hvað tíminn ber í skauti sér
og vitað hvort að við séum næst
en nú við stöndum hér
útá Nesi í desember
og finnum að þetta er ekki hægt.
En bíðum og sjáum.
Bíðum og sjáum.
Hvort við náum.
Hvort við fáum.
Hvort við þráum.
[af plötunni Hipsumhaps – Best gleymdu leyndarmálin]














































