Fuglar

Fuglar
(Lag og texti: Fannar Ingi Friðþjófsson)

Er þú gengur framhjá mér
fer hausinn minn í hálfhring,
þú tekur ekki eftir mér
þó að ég sé með bling bling.

Fuglar fljúga
og þú flýgur líka í burtu frá mér.
Fuglar fljúga
og þú flýgur líka í burtu frá mér.

Veit ekki á hvaða hátt
ég á að ná þér,
veit ekki hvort ég á
að reyna að ná þér.

Er þú keyrir framhjá mér
langar mig að taka hambó.
Þú tekur ekki eftir mér
þó að ég sé á Camaro.

Fangar strjúka
og þú strýkur líka úr fanginu á mér.
Fangar strjúka
og þú strýkur líka úr fanginu á mér.

Veit ekki á hvaða hátt
ég á að ná þér,
veit ekki hvort ég á
að reyna að ná þér.

Er þú tókst ekki eftir mér
fór ég heim að semja texta
en það er kannski illa séð
því að þú ert bara sextán.
 
[af plötunni Hipsumhaps – Best gleymdu leyndarmálin]