Góðir hlutir gerast hææægt

Góðir hlutir gerast hææægt
(Lag og texti: Hipsumhaps)

Há ljós,
engar felgur
rúllandi í slo-mo,
virðandi allar reglur.
Græna baunin,
gamli bíllinn minn
á bensínljósi
og beygluð líkt og eigandinn.
Hálfslítra flöskur
skreyta gólfið,
ég bý til möllu
á tjónaskýrslu úr hanskahólfi.
Á hundraðogtíu kílómetrahraða
(hægðu á þér frændi, hægðu á þér),
veit ekki hvenær við munum nema staðar
(nei nei).
Með sprungið dekk úti í vegkanti,
rúðuþurrkurnar hugga mig.

Með þér góðir hlutir
þeir gerast frekar hææægt,
bílstjóri í mínu lífi,
allt verður allt í lagi.

Gult ljós,
keyrum yfir,
grænt extra tyggjó
og Strokes á fóni í diskadrifi
Ég rúnta um með
aðra hönd á
stýri í miðbænum
að pikka upp læðu með pikköpplænum.
Á hundraðogþrjátíu kílómetrahraða
(hægðu á þér frændi, hægðu á þér)
snýst bara um að reyna hafa gaman
(ó já).
Sírenuljós fyrir aftan mig,
ég bið til guðs ekki sekta mig.

Með þér góðir hlutir,
þeir gerast frekar hææægt,
bílstjóri í mínu lífi,
allt verður allt í laaagi.
Með þér góðir hlutir,
þeir gerast frekar hææægt,
bílstjóri í mínu lífi,
þetta verður allt í laaagi.

[af plötunni Hipsumhaps – Ást & praktík]