Hrokagikkur
(Lag og texti: Fannar Ingi Friðþjófsson)
Hæð mín 193
þyngd mín 83
ef ég væri pía
segði ég ekki frá því
og ég er
hóflega hrokafullur
meðvitaður
athyglissjúklingur
heiðarlegur borgari.
Ég þoli alls ekki að tapa
kann ekki að tækla töp
hvernig á ég samt að skapa
án þess að hafa sköp
ég
eyði öllum penge í ekkert
set mér svo stór markmið
einn inn’ í mín’ herberg’ að
dreyma um að stíga á svið.
Gefa upp kyn og aldur
setja upp feik prófíl
áhrifa- og vafavaldur
lítur út eins og fífl
svo núna
vitiði markhóp minn
seljið mér næsta hitt
farið í ruslpóstinn
flokkaðu þetta draslið þitt
við erum öll að verða klikk.
Væntanlega
erum orðin þreytt á því
að þurfa alltaf að efast
en við verðum bar’ að gefa skít
kæruleysi
framtíðin
sennilega
erum öll búin að fá
miklu meira en þef af því
að horfa á framtíðina skjá
fletta niður
fara í dá.
Trúi ekki að ég sé virkilega að segja þetta upphátt
en ég tými bara alls ekki að gefa ykkur afslátt
trúi ekki að ég sé virkilega að segja þetta upphátt
en ég þarf bara einhvern veginn að borga þennan yfirdrátt.
Væntanlega
erum orðin þreytt á því
að þurfa alltaf að efast
en við verðum bar’ að gefa skít
kæruleysi
framtíðin
sennilega
erum öll búin að fá
miklu meira en þef af því
að horfa á framtíðina skjá
fletta niður
fara í dá
örugglega
munum deyja vegna þess
að við fórum að gefa öllum
lyf til þess að vera hress
ekkert stress
takk og bless.
Því fylgir fall
því fylgir fall að vera frægur maður
því fylgir fall
því fylgir fall að vera frægur maður
því fylgir fall
því fylgir fall að vera frægur maður
því fylgir fall
því fylgir fall að vera frægur maður.
[af plötunni Hipsumhaps – Lög síns tíma]














































