Hugmyndin um þig
(Lag og texti: Hipsumhaps)
Leita stutt, leita langt,
lifa djúpt, lifa hátt.
Óvissa úr óþekktri átt,
ótroðin slóð eða ólán.
Aleinn í aðstæðum
af engum ástæðum,
rifjar upp þína eigin sögu.
Endurgerð minning,
eldgömul tilfinning
sem þú hélst væri glötuð.
En það er hugmyndin um þig
sem fær þig til að gera betur
í dag en í gær
og það er hugmyndin um þig
sem fær þig til að skilja betur
og upplifa tær
augnablik
fyrir þig
og enga aðra.
Sólskinið,
ylurinn
finnur þig þar.
Finna út, finna til
með náunga eða vini.
Fyndið hvað tilveran tekur okkur
stundum skref niður á við.
Höfum það alltof gott
en sjáum stundum vont
án þess að við viljum það.
Við segjum við fólk eitt,
vitum í raun ekki neitt,
það eru allir að díla við eitthvað.
Það er hugmyndin um þig
sem fær þig til að gera betur
í dag en í gær
og það er hugmyndin um þig
sem fær þig til að skilja betur
og upplifa tær
augnablik
fyrir þig
og enga aðra.
Sólskinið,
ylurinn
finnur þig þar.
já það er hugmyndin um þig
sem fær þig til að gera betur
í dag en í gær
og það er hugmyndin um þig
sem fær þig til að skilja betur
og upplifa tær
augnablik
fyrir þig
og enga aðra.
Sólskinið,
ylurinn
finnur þig þar.
Hugmyndin um þig
hugmyndin um þig
hugmyndin um þig
hugmyndin um þig
hugmyndin um þig
hugmyndin um þig
hugmyndin um þig
hugmyndin um þig
hugmyndin um þig
hugmyndin um þig.
[af plötunni Hipsumhaps – Ást & praktík]














































