Human substance (2002)

Human substance var hip hop dúett þeirra Jóhannesar Birgis Pálmasonar (Rain) og Ársæls Þórs Ingvasonar (Intro), sem starfaði líklega á árunum 2002 til 2005.

Þeir félagar munu hafa stofnað Human substance árið 2002 og strax á því ári unnu þeir plötuna Ethics of the kingdom, chapter 1 en hún kom þó ekki út fyrr en árið 2005 á vegum Triange-production. Sveitin kom eitthvað lítið fram á tónleikum enda voru meðlimir hennar uppteknir á þeim tíma í öðrum verkefnum.

Svo virðist sem Human substance hafi verið hætt störfum um það leyti sem platan kom út.

Efni á plötum