Hljómsveit sem bar nafnið Hydra starfaði á Norðurlandi um og upp úr 1990, að minnsta kosti á árunum 1990 til 92 og líklega lengur.
Árið 1990 var sveitin meðal þátttökusveita í hljómsveitakeppni sem haldin var um verslunarmannahelgina í Húnaveri og hafnaði þar í öðru sæti, og tveimur árum síðar eða vorið 1992 var hún skráð meðal þátttökusveita í Músíktilraunum en mætti ekki til leiks af einhverjum ástæðum. Hér er giskað á að sveitin hafi breytt um nafn fyrir tilraunirnar og keppt annað hvort undir nafninu Uxorius (frá Dalvík) eða Baphomet (frá Akureyri) – hér er þó einvörðungu um ágiskanir að ræða og er óskað eftir frekari upplýsingum um málið, og í leiðinni upplýsingum um meðlimi og hljóðfæraskipan sveitarinnar.














































