Skattemus
(Lag og texti: Hipsumhaps)
Ég er með smá fiðring í mér
og ég veit satt best ekki hvað er að ske,
þetta hefur aldrei
verið svona áður.
Er þetta ást eða er ég
að misskilja allt sem að heimurinn er?
Ég var að pæla
viltu byrja með mér?
Ó, mun það nægja
að vera eins og ég er?
Því ég sé ekki sólina fyrir þér,
komdu og horfðu á hana með mér.
Það er svo erfitt að sjá þig í burtu baby,
ég kem til þín á jet ski.
Lífið er spennandi
með þér
elskan mín,
hvort sem að þú ert hér
eða hvar sem er.
Og ég skal hætta að taka í vör
og mæti á mánudögum til þín með gjöf,
er það of mikið?
þú segir til.
Ég fer í röð fyrir þig
og sætti mig við það þó þú eigir vin
en samt
væriru til í ekki?
Leigjum bíl til Ebeltoft,
tökum lest til Skanderborg,
förum í spa í Randers,
getum gert hvað sem er,
baby ég og þú
ú, honný bú.
Vi er ligesom Jack og Rose
skat, skattemus.
Því ég sé ekki sólina fyrir þér,
komdu og horfðu á hana með mér.
Það er svo erfitt að sjá þig í burtu baby,
ég kem til þín á jet ski.
Lífið er spennandi
með þér,
elskan mín,
hvort sem að þú ert hér
eða hvar sem er.
Því ég sé ekki sólina fyrir þér,
komdu og horfðu á hana með mér.
Það er svo erfitt að sjá þig í burtu baby,
ég kem til þín á jet ski.
Lífið er dásamlegt
með þér
skattemus,
hvort sem að þú ert hér,
hvort sem við erum hér,
ég veit við verðum hér
eða hvar sem er.
[af plötunni Hipsumhaps – Ást & praktík]














































